fbpx

Um okkur


Við erum dálítið eins og þú, við höfum átt okkar eigin fyrirtæki á Íslandi og sáum þörf fyrir markaðstofu fyrir minni fyrirtæki. Okkur finnst gaman að mæta í vinnuna, erum úrræðagóð og lausnamiðuð. Við erum með mikla reynslu af markaðsstörfum og okkur finnst ekkert skemmtilegra að gera á daginn, nema ping pong, við elskum ping pong

Magnús Hafþórsson


Magnús hefur starfað við ýmis markaðsmál síðan 2015. Þó helst við bestun vefsvæða, vefgreiningar, auglýsingaframleiðslu og samfélagsmiðlamarkaðssetningu. Magnús á það til að vera óþolandi æstur og spenntur, svipað og fótbóltabulla nema hann er að fagna háu CTR og CR í hópefli þegar enginn býst við því.

Andrea Guðrún


Andrea er Margmiðlunarhönnuður og Grafískur Hönnuður sem hefur unnið í auglýsingabransanum síðan 2014, aðallega við grafík en einnig við textaskrif, samfélagsmiðlaumsjón, hugmyndavinnu og margt annað. Andrea elskar hönnun, allt hvað varðar sönn sakamál og góð hlaðvörp, bæði íslensk og erlend. Andrea prjónar mikið í sínum frítíma, sem er lítill sem enginn vegna þess að hennar helsta áhugamál er að vinna fyrir þig. Ef hún er ekki að prjóna situr hún í heitapottinum sínum að hugsa um auglýsingar.


Koma í áskrift